Til að verðskulda stjörnu þarf að muna að huga vel að framsetningunni.
Til að verðskulda stjörnu þarf að muna að huga vel að framsetningunni.
Confit-eldaður lax 400 g villtur lax (ef hann fæst ekki, þá landeldislax) 150 g sykur 150 g salt 1 sítróna Aðferð: Salti og sykri er blandað saman og börkurinn af sítrónunni rifinn út í. Laxinn er bein- og roðhreinsaður

Confit-eldaður lax

400 g villtur lax (ef hann fæst ekki, þá landeldislax)

150 g sykur

150 g salt

1 sítróna

Aðferð:

Salti og sykri er blandað saman og börkurinn af sítrónunni rifinn út í. Laxinn er bein- og roðhreinsaður. Síðan er helmingnum af saltblöndunni dreift í botninn á fati og laxinn lagður í blönduna og restinni af saltblöndunni er dreift ofan á. Laxinn er grafinn í 2 klst. og svo skolaður með köldu vatni. Laxinn er skammtaður í 60-70 g bita og vakúmpakkað með ólífuolíu. Laxinn er eldaður á 45°C í 20 mínútur í sous vide-vatnsbaði, svo er hann kældur.

Piparrótarskyr

200 g skyr

1 tsk. piparrótarmauk

Klípa af salti

Sítrónusafi úr ½ sítrónu

Aðferð:

Öllu blandað saman í skál og smakkað til með salti og sítrónusafa.

Gúrkuteningar

½ gúrka

Salt

Sykur

1 tsk. Hvítvínsedik

Aðferð:

Gúrkan er skorin í fernt og kjarninn skorinn úr, síðan er hún skorin í teninga og þeir síðan kryddaðir til með klípu af salti, sykri og hvítvínsedikinu.