— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það var rjómablíða fyrr í þessum mánuði þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð á Hesteyri í Jökulfjörðum. Á myndinni er Páll Sólmundur Halldórsson Eydal að aka bandarískri tengdamóður sinni í hjólbörum, en hún er greinilega hin ánægðasta með þjónustuna

Það var rjómablíða fyrr í þessum mánuði þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð á Hesteyri í Jökulfjörðum. Á myndinni er Páll Sólmundur Halldórsson Eydal að aka bandarískri tengdamóður sinni í hjólbörum, en hún er greinilega hin ánægðasta með þjónustuna. Hún heitir Jennifer Budzinski og var orðin nokkuð þreytt eftir gönguferð frá Látrum í Aðalvík yfir á Hesteyri. Þess má geta að amma Páls á Læknishúsið og skólahúsið á Hesteyri, þannig að hann er öllum hnútum kunnugur þar vestra.