Góður Raheem Sterling skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í gær.
Góður Raheem Sterling skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í gær. — AFP/Henry Nicholls
Chelsea vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er nýliðar Luton heimsóttu Stamford Bridge í gær. Urðu lokatölur 3:0, þar sem Raheem Sterling var í miklu stuði. Sterling byrjaði á því að koma Chelsea yfir á 17

Chelsea vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er nýliðar Luton heimsóttu Stamford Bridge í gær. Urðu lokatölur 3:0, þar sem Raheem Sterling var í miklu stuði. Sterling byrjaði á því að koma Chelsea yfir á 17. mínútu. Hann bætti við sínu öðru marki á 68. mínútu með skoti af stuttu færi, eftir fyrirgjöf frá Malo Gusto. Sterling lagði loks upp þriðja markið á Nicolas Jackson á 75. mínútu og þar við sat.