Þorvarður Jónsson, Sigurður Ingason og Pétur Einarsson, starfsmenn Pósts og síma, taka á móti sendingu frá Egilsstöðum síðsumars 1983.
Þorvarður Jónsson, Sigurður Ingason og Pétur Einarsson, starfsmenn Pósts og síma, taka á móti sendingu frá Egilsstöðum síðsumars 1983. — Morgunblaðið/Emilía
„Póstur og sími hefur tekið í þjónustu sína japanskan myndsendibúnað, sem gerir kleift að senda ritað mál, teikningar og margvíslegt myndefni landshluta eða…

„Póstur og sími hefur tekið í þjónustu sína japanskan myndsendibúnað, sem gerir kleift að senda ritað mál, teikningar og margvíslegt myndefni landshluta eða landa á milli, á þremur mínútum hvert blað. Hér er um að ræða svokallað „telefax“-tæki, sem hefur verið í notkun víða erlendis um skeið og nokkur íslensk fyrirtæki hafa þegar eignast.“

Þessa tímamótafrétt var að finna í Morgunblaðinu fyrir réttum 40 árum, 27. ágúst 1983.

Enn fremur kom fram að Póstur og sími myndi bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérstaka póstþjónustu með þessu tæki, sem hlotið hafði nafnið póstfaxþjónusta. „Á fjórum stöðum á landinu verða póstfaxstöðvar, sem hægt verður að senda á milli prentað mál eða myndefni með þessum hætti. Þá mun Póstur og sími hefja sölu á „telefal“-tækjum í haust og því verður fljótlega hægt að senda á milli póstfaxstöðvar og fyrirtækja.“

Áætlað var að þjónustan myndi kosta 90 kr. fyrir fyrstu síðuna en 60 kr. fyrir hverja viðbótarsíðu.