Akranes Skagamenn eru komnir upp að hlið Aftureldingar á toppnum eftir nauman eins marks heimasigur á Selfossi á Akranesi í gærkvöldi.
Akranes Skagamenn eru komnir upp að hlið Aftureldingar á toppnum eftir nauman eins marks heimasigur á Selfossi á Akranesi í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Hákon
ÍA fór upp í 40 stig og upp að hlið Aftureldingar á toppi 1. deildar karla í fótbolta með naumum 1:0-heimasigri á Selfossi í gærkvöldi. Hlynur Sævar Jónsson sá um að gera sigurmark Skagamanna á 37. mínútu

ÍA fór upp í 40 stig og upp að hlið Aftureldingar á toppi 1. deildar karla í fótbolta með naumum 1:0-heimasigri á Selfossi í gærkvöldi. Hlynur Sævar Jónsson sá um að gera sigurmark Skagamanna á 37. mínútu.

Ægismenn, sem voru nýliðar í deildinni, eru fallnir eftir 2:7-skell á útivelli gegn Grindavík. Dagur Ingi Hammer skoraði tvö mörk fyrir Grindavík, eins og Edi Horvat. Kristófer Konráðsson, Óskar Örn Hauksson og Dagur Austmann komust einnig á blað.

Þá fór Þróttur úr Reykjavík úr fallsæti með 2:2-jafntefli gegn Gróttu, eftir að Grótta komst í 2:0. Hlynur Þórhallsson og Jörgen Pettersen jöfnuðu fyrir Þrótt, eftir að Kristófer Orri Pétursson hafði komið Gróttu í 2:0 með tveimur mörkum.

Loks vann Njarðvík öruggan 3:0-útisigur á Þór og fjarlægðist mestu fallbaráttuna.