Djass Una Stef og Björn Thoroddsen.
Djass Una Stef og Björn Thoroddsen.
Sumarjazztónleikaröðin á Jómfrúnni lýkur göngu sinni í ár með tónleikum í dag, laugardag. „Á þrettándu tónleikum sumarsins kemur fram hljómsveit gítarleikarans Björns Thoroddsen ásamt söngkonunni Unu Stef

Sumarjazztónleikaröðin á Jómfrúnni lýkur göngu sinni í ár með tónleikum í dag, laugardag. „Á þrettándu tónleikum sumarsins kemur fram hljómsveit gítarleikarans Björns Thoroddsen ásamt söngkonunni Unu Stef. Hálfdán Árnason leikur á bassa og Sigfús Óttarsson á trommur. Tónlistin verður blanda af rythm & blues og kraftmiklu jazzrokki. Það verða líka sagðar sögur sem vart þola dagsins ljós og verður ekkert dregið undan,“ segir í tilkynningu. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Tónleikarnir eru í samvinnu við Jazzhátíð Reykjavíkur.