— Morgunblaðið/Einar Falur
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson nýtur mikilla vinsælda í Danmörku eins og fram kemur í ítarlegri umfjöllun hér í blaðinu á bls. 41 en sýning hans í Louisiana-safninu í Humlebæk hefur vakið mikla athygli

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson nýtur mikilla vinsælda í Danmörku eins og fram kemur í ítarlegri umfjöllun hér í blaðinu á bls. 41 en sýning hans í Louisiana-safninu í Humlebæk hefur vakið mikla athygli. Í gær var CHART-listakaupstefnan í Kaupmannahöfn opnuð almenningi og þar ræddi Ragnar við sýningarstjóra sinn. Komust færri að en vildu til að hlýða á Ragnar ræða um valin verk eftir sig.

Að spjalli loknu tók Ragnar lagið fyrir gesti og lék amerískt kántrílag sem er í tvískipta vídeóverkinu Victim. Verkið er frumsýnt á kaupstefnunni og sést einmitt vinstra megin á myndinni. Ragnar kom sér fyrir á litlum kolli eins og sjá má en starfsmaður CHART er greinilega við öllu búinn og rígheldur í kollinn.