Lalli litli segir við tannlækninn: „Í dag þarftu ekkert að bora í tennurnar mínar, það eru nú þegar holur í þeim.“ Einar fer inn í hljóðfærabúðina og segir: „Ég ætla að fá þesa hvítu harmóniku sem er þarna á veggnum og rauða saxófóninn við hurðina.“ …

Lalli litli segir við tannlækninn: „Í dag þarftu ekkert að bora í tennurnar mínar, það eru nú þegar holur í þeim.“

Einar fer inn í hljóðfærabúðina og segir: „Ég ætla að fá þesa hvítu harmóniku sem er þarna á veggnum og rauða saxófóninn við hurðina.“ Kaupmaðurinn: „Þú getur fengið slökkvitækið en ofninn fer hvergi.“

Eldri maður fær í annað sinn fótbolta af öllu afli í sköflunginn. „Getið þið ekki spilað einhvers staðar annars staðar?“ spyr hann. „Jújú, en þú þarft að koma með okkur, við notum þig til að merkja markið!“

Þjónninn kemur með matinn. „Þetta er ógeðslegt! Taktu puttann af pylsunni minni!“ kallar gesturinn. „Fyrst þú endilega vilt, en þá dettur hún bara aftur í gólfið.“

„Jæja, Daníel, hvernig var í fríinu?“ „Það var hrikalegt! Hótelherbergið mitt var númer 100 en tölustafurinn 1 var dottinn af skiltinu!“