Mullet-greiðslan hefur slegið í gegn.
Mullet-greiðslan hefur slegið í gegn.
Rory Ehrlich, sex ára drengur frá Pennsylvaníu, sigraði á dögunum í keppninni USA Mullet Championship 2023, sem samtökin Mullet Champ standa að, fyrir bestu „mullet“-hárgreiðsluna í barnaflokki. Hárgreiðsla Rorys ber nafnið „Cheddar Wiz“ en mullet…

Rory Ehrlich, sex ára drengur frá Pennsylvaníu, sigraði á dögunum í keppninni USA Mullet Championship 2023, sem samtökin Mullet Champ standa að, fyrir bestu „mullet-hárgreiðsluna í barnaflokki. Hárgreiðsla Rorys ber nafnið „Cheddar Wiz“ en mullet hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu misseri víðs vegar um heiminn. Einkenni hennar er mjög stutt hár að framan, sítt að aftan og rakað í hliðum. Var hárgreiðslan einnig afar vinsæl á áttunda áratug síðustu aldar. Alls tóku um 300 önnur börn á aldrinum 3-8 ára þátt í keppninni. Rory fékk 5.000 dollara í verðlaunafé, sem samsvarar tæplega 700.000 íslenskum krónum, sem hann sagðist meðal annars ætla að nota til að kaupa lamadýr handa systur sinni. Myndband af Rory má sjá á K100.is.