Samanburður Myndin sýnir hæðarmuninn á nýju og gömlu vindmyllunum.
Samanburður Myndin sýnir hæðarmuninn á nýju og gömlu vindmyllunum. — Tölvuteiknuð mynd/Efla
„Vinnan við að reisa vindmyllurnar er að hefjast,“ segir Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður í fyrirtækinu Háblæ ehf., sem stofnað var til að reisa tvær nýjar vindmyllur í Þykkvabæ eftir fellingu eldri myllna sem staðið höfðu óhreyfðar í nokkur ár

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

„Vinnan við að reisa vindmyllurnar er að hefjast,“ segir Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður í fyrirtækinu Háblæ ehf., sem stofnað var til að reisa tvær nýjar vindmyllur í Þykkvabæ eftir fellingu eldri myllna sem staðið höfðu óhreyfðar í nokkur ár.

„Lokið hefur verið við að steypa undirstöðurnar og vindmyllurnar eru komnar til landsins,“ segir Ásgeir. Fyrirtækið er með byggingarleyfi og virkjunarleyfi en Ásgeir bendir á að sótt hafi verið um nýtt virkjunarleyfi þar sem nýju vindmyllurnar verði aflmeiri en þær eldri.

Beðið sé eftir niðurstöðu úr þeirri umsókn en í síðasta mánuði staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann úrskurð Skipulagsstofnunar að framkvæmdin þyrfti ekki að fara í umhverfismat.

Forsaga málsins er sú að reistar voru tvær vindmyllur um 500 metra norðaustan við þéttbýlið í Þykkvabæ árið 2014. Þær voru fjarlægðar á síðasta ári. Hinar nýju verða heldur lægri þótt aflmeiri séu.

Höf.: Kristján Jónsson