Framsóknarhúsið Báðar hæðir Hverfisgötu 33 eru til sölu. Á neðri hæðinni var skemmtistaðurinn Miami bar síðast til húsa.
Framsóknarhúsið Báðar hæðir Hverfisgötu 33 eru til sölu. Á neðri hæðinni var skemmtistaðurinn Miami bar síðast til húsa.
Hverfisgata 33, þar sem höfuðstöðvar Framsóknarflokksins hafa verið til húsa frá árinu 1998, er til sölu. Húsið var byggt árið 1965 og skiptist í tvennt en bæði efri og neðri hæð hússins eru til sölu

Hverfisgata 33, þar sem höfuðstöðvar Framsóknarflokksins hafa verið til húsa frá árinu 1998, er til sölu. Húsið var byggt árið 1965 og skiptist í tvennt en bæði efri og neðri hæð hússins eru til sölu.

„Í raun og veru hefur legið fyrir í nokkurn tíma að þetta húsnæði hentar okkur ekki nægilega vel,“ segir Helgi Héðinsson framkvæmdastjóri flokksins í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að það sem henti helst illa við húsið sé staðsetningin, aðgengi og hversu stórt það sé. „Starfsemi stjórnmálaflokka þróast og þetta breytist allt,“ segir Helgi.

Húsið á sér mikla sögu og hefur það verið kallað í gamni „Hús sigurvegaranna“, að sögn Helga.

Hann segir að ekki liggi fyrir hvar flokkurinn ætli sér að vera til húsa fyrr en búið verður að selja núverandi húsnæði. Þá verði skoðað hvað verði í boði og hvað henti.

Spurður hvort salan tengist einhverjum fjárhagsvandræðum flokksins segir Helgi svo ekki vera. Hann segir fjárhagsstöðu flokksins vera trausta. anton@mbl.is