Erfiði Gæsarinnar var leitað í fyrradag án árangurs.
Erfiði Gæsarinnar var leitað í fyrradag án árangurs.
Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR) fór í útkall á fimmtudag vegna vankaðrar gæsar sem hélt til við Mjóddina og virtist vængbrotin. Þorkell Hreiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur og Húsdýragarðsins, segir gæsina ekki hafa fundist þegar…

Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR) fór í útkall á fimmtudag vegna vankaðrar gæsar sem hélt til við Mjóddina og virtist vængbrotin. Þorkell Hreiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur og Húsdýragarðsins, segir gæsina ekki hafa fundist þegar starfsmenn bar að garði en mikilvægt sé að almenningur láti vita verði hann vitni að dýrum í hremmingum.

„Þessi gæs fannst ekki. Þær fela sig og það er oft svolítið mál að finna þær. Eins og gengur með dýr, þótt þau séu slösuð, þá vilja þau ekki alltaf láta ná sér. Það er algengt að við fáum ábendingar um fugla sem eru fótbrotnir en eru samt fleygir. Það er sjálfsagt að hringja í dýraþjónustuna og leita hjálpar ef fólk verður vart við dýr í vanda,“ segir Þorkell sem var staddur í útkalli vegna hænsna þegar blaðamaður sló á þráðinn.

Dýraþjónustan sinnir slösuðum villtum dýrum í borgarlandinu og þjónustu við gæludýr og eigendur þeirra auk þess að framfylgja lögum um dýravelferð og samþykktum Reykjavíkurborgar þar að lútandi. „Á vorin berjumst við sérstaklega gegn því að fólk sé að hirða unga upp og koma með þá til okkar, til dæmis smáfugla eins og þresti,“ segir hann og bætir við að álag sé mikið á vorin vegna þessa. Tveir starfsmenn sinntu útköllum í sumar en að jafnaði eru þrír sem sinna málaflokknum.

„Síðan þarf oft að vinna mál yfir lengra tímabil, senda bréf og vera í samskiptum við fólk.“ Mál eru gjarnan unnin í samstarfi við MAST og önnur sveitarfélög. Þá er ekki langt síðan Dýraþjónustan tók við hundaeftirliti borgarinnar en bróðurpartur verkefnanna er á því sviði. veronika@mbl.is