Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar.
Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar. — Morgunblaðið/Eggert
Hagnaður Sýnar á fyrri helmingi ársins nam 483 m.kr. samanborið við 273 m.kr. á sama tímabili í fyrra og eykst því um 77% á milli ára. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri félagsins sem birt var í gær, en hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 269 m.kr

Hagnaður Sýnar á fyrri helmingi ársins nam 483 m.kr. samanborið við 273 m.kr. á sama tímabili í fyrra og eykst því um 77% á milli ára.

Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri félagsins sem birt var í gær, en hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 269 m.kr. samanborið við 66 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á fyrri helmingi ársins námu tæpum 11,5 mö.kr. og drógust saman um tæp 2% á milli ára. Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 3,1 ma.kr. og dróst saman um 7% á milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins var 27% í lok júní.

„Rekstrarhagnaður heldur áfram að vaxa í takt við áætlanir. Við sjáum líka ágætan takt í tekjum í kjarnastarfsemi þótt beinn samanburður sé erfiður við fyrra ár vegna óreglulegra tekna. Einkar ánægjulegt er að sjá sterkan tekjuvöxt og framlegðaraukningu í auglýsingatekjum og reiki, auk þess að áfram er góður gangur í fjarskiptum fyrirtækja,“ segir Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, í uppgjörstilkynningu frá félaginu.