Gatwick Fjöldi farþega neyddist til þess að bíða í gær vegna bilunarinnar.
Gatwick Fjöldi farþega neyddist til þess að bíða í gær vegna bilunarinnar. — AFP/Daniel Leal
Breska samgönguráðuneytið gaf í gær út leyfi fyrir flugfélög til þess að fljúga að næturlagi til og frá þeim flugvöllum sem heyra undir ráðuneytið. Þannig á að vinna á þeim töfum sem hafa skapast á breskum flugvöllum í vikunni vegna bilunarinnar í flugumferðarstjórnarkerfi landsins

Breska samgönguráðuneytið gaf í gær út leyfi fyrir flugfélög til þess að fljúga að næturlagi til og frá þeim flugvöllum sem heyra undir ráðuneytið. Þannig á að vinna á þeim töfum sem hafa skapast á breskum flugvöllum í vikunni vegna bilunarinnar í flugumferðarstjórnarkerfi landsins.

Mark Harper samgönguráðherra sagði í gær að líklegt væri að tafirnar í fyrradag myndu hafa áhrif á flugumferð í Bretlandi næstu daga. Ferðalangar ættu að kanna stöðuna hjá flugfélagi sínu áður en þeir héldu af stað á flugvöllinn.

Harper sagði jafnframt að talið væri að um tæknibilun væri að ræða en ekki netárás. Breska ríkisstjórnin ákvað í gær að láta framkvæma óháða rannsókn á biluninni en áætlað var að flugfélög hefðu þurft að fresta tæplega 1.600 flugferðum á mánudaginn. Hafði bilunin mest áhrif á flugvellina við Heathrow og Gatwick.