Dúettinn Down & Out fagnar útgáfu breiðskífunnar Þættir af einkennilegum mönnum með tvennum tónleikum í vikunni. Fyrst í Leikhúsinu, Funalind 2 í Kópavogi, í kvöld kl. 21 og daginn eftir, fimmtudag, á Gamla bauk á Húsavík kl

Dúettinn Down & Out fagnar útgáfu breiðskífunnar Þættir af einkennilegum mönnum með tvennum tónleikum í vikunni. Fyrst í Leikhúsinu, Funalind 2 í Kópavogi, í kvöld kl. 21 og daginn eftir, fimmtudag, á Gamla bauk á Húsavík kl. 22. Dúettinn skipa Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason, en á tónleikunum leika með þeim Baldur Ragnarsson og Loftur S. Loftsson. „Tónlistin er illskiljanlegur bræðingur af þjóðlagatónlist, proggi og pönki. Mætti kannski kalla hana sirkuspönk, þótt sjálfir kalli þeir félagar hana wonk, sem enginn veit hvað þýðir fyrr en viðkomandi heyrir í Down & Out,“ segir í tilkynningu.