Stjórnandi Guðmundur Magnason stýrir Inkasso-Momentum.
Stjórnandi Guðmundur Magnason stýrir Inkasso-Momentum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Inkasso-Momentum, líkir áhrifum farsóttarinnar á íslensku innheimtufyrirtækin við hamfarir. Vanskil hafi þá dregist verulega saman, lán hafi verið fryst og fyrirtæki fengið fyrirgreiðslu til að komast í gegnum erfiðasta kaflann

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Inkasso-Momentum, líkir áhrifum farsóttarinnar á íslensku innheimtufyrirtækin við hamfarir. Vanskil hafi þá dregist verulega saman, lán hafi verið fryst og fyrirtæki fengið fyrirgreiðslu til að komast í gegnum erfiðasta kaflann. Samdráttur í innheimtugeiranum vegna þessa hafi átt verulegan þátt í að ákveðið var að sameina Inkasso og Momentum.

Nú séu umsvifin í innheimtugeiranum aftur að aukast.

„Staðan nú eftir faraldurinn er allt önnur en eftir hrunið og við erum ekki komin nálægt sömu tölum og fyrir faraldur. Við erum fyrst núna á fyrri hluta þessa árs að sjá að farið er að draga aðeins úr greiðsluhraðanum en hann hafði aukist stöðugt. Það eru töluverðar fréttir út af fyrir sig en engin hættumerki um, enn sem komið er, að þetta sé farið að snúast í hina áttina. Það er þannig langt frá því að þróunin frá 2019 hafi gengið til baka. Greiðsluráðgjafar okkar eru samt farnir að sjá nýtt fólk detta inn sem hefur ekki verið í vanskilum áður sem gefur til kynna að hækkandi vextir séu farnir að hafa áhrif.“ ViðskiptaMogginn

Höf.: Baldur Arnarson