Hughrif Logi Marr sýnir í Port 9.
Hughrif Logi Marr sýnir í Port 9.
Samofinn – dregið frá náttúrunni nefnist myndlistarsýning sem Logi Már Jósafatsson opnar í Port 9, Veghúsastíg 9, á föstudag kl. 17. „Á sýningaropnun verða hljóð og ilmur samofin myndlistinni til að skapa hughrif,“ segir í viðburðarkynningu

Samofinn – dregið frá náttúrunni nefnist myndlistarsýning sem Logi Már Jósafatsson opnar í Port 9, Veghúsastíg 9, á föstudag kl. 17. „Á sýningaropnun verða hljóð og ilmur samofin myndlistinni til að skapa hughrif,“ segir í viðburðarkynningu. Þar kemur fram að listamaðurinn sé einnig þekktur undir listamannsnafninu Logi Marr. Hann hefur sinnt ýmsum tónlistarverkefnum síðustu ár og gefið út plötur með böndum sínum Lily of The Valley, Shakes og MarProject, en færði sig yfir í myndlist í heimsfaraldrinum.

Á sýningunni notar Logi náttúruna sem verkfæri og myndheim og notar ýmiss konar gróður til að skapa verk og mynstur. „Mér datt þessi pæling í hug þegar ég var á viku workshop í Leith School of Art síðasta sumar. Þar var ég að vinna bók með verkum sem ég gerði í þessari pælingu í Edinborg og notaðist við efnivið úr grasagarði Edinborgar,“ er haft eftir Loga í tilkynningu. Sýningarstjóri er Hrafn Ingason.