Mads Mikkelsen
Mads Mikkelsen
Kvikmyndastjörnurnar Adam Driver, Mads Mikkelsen, Caleb Landry Jones og Jessica Chastain hafa boðað komu sína á kvikmyndahátíðina í Feneyjum sem hefst í dag og stendur til 9. september þegar Gullljónið verður afhent

Kvikmyndastjörnurnar Adam Driver, Mads Mikkelsen, Caleb Landry Jones og Jessica Chastain hafa boðað komu sína á kvikmyndahátíðina í Feneyjum sem hefst í dag og stendur til 9. september þegar Gullljónið verður afhent. Samkvæmt frétt Variety höfðu skipuleggjendur óttast að hátíðin yrði stjörnulaus í ár, því verkfall leikara í Hollywood meinar leikurum, sem starfa hjá umfangsmestu kvikmyndaverunum vestanhafs, að taka þátt í öllu kynningarstarfi kvikmynda sinna. Stjörnurnar fjórar eiga það sameiginlegt að myndir þeirra sem sýndar verða í Feneyjum eru framleiddar af sjálfstæðum framleiðendum sem eru undanþegnir verkfallsaðgerðum leikara. Driver er mættur til að kynna myndina Ferrari, Mikkelsen myndina Bastarden, Jones myndina Dogman og Chastain myndina Memory.