Talsmaður Evrópusambandsins sagði í gær að skógareldarnir í Grikklandi væru þeir mestu sem hefðu verið skrásettir frá árinu 2000 þegar skógareldastofnun ESB tók til starfa. Ætlar ESB að senda um helming þeirra slökkviliðsflugvéla sem það hefur undir höndum til Grikklands

Talsmaður Evrópusambandsins sagði í gær að skógareldarnir í Grikklandi væru þeir mestu sem hefðu verið skrásettir frá árinu 2000 þegar skógareldastofnun ESB tók til starfa. Ætlar ESB að senda um helming þeirra slökkviliðsflugvéla sem það hefur undir höndum til Grikklands.

A.m.k. 20 manns hafa farist í gróðureldunum til þessa en þeir hafa geisað undanfarna 11 daga. Hefur slökkviliði ekki enn tekist að ná stjórn á eldunum.