Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði um sóun í ríkisrekstrinum í grein hér í blaðinu á dögunum. Sóunin á sér nánar tiltekið stað í sjóðaumsýslu ríkisins, en ríkið rekur fjölda mismunandi sjóða til stuðnings hinu og þessu.

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði um sóun í ríkisrekstrinum í grein hér í blaðinu á dögunum. Sóunin á sér nánar tiltekið stað í sjóðaumsýslu ríkisins, en ríkið rekur fjölda mismunandi sjóða til stuðnings hinu og þessu.

Hildur taldi stuðning sjóðanna geta skipt verulegu máli, en fjallaði ekki ítarlega um gagnsemi úthlutunarinnar eða einstaka sjóði. Sóunin er að hennar sögn í umsýslunni, en kostnaðurinn við úthlutunina er tæpur milljarður króna á ári af heildarúthlutun upp á 22,5 milljarða. Þetta sagði hún mikinn umsýslukostnað, enda ígildi nær 1.500 mánaðarlauna, eða yfir 120 starfsmanna í fullu starfi.

Sjóðirnir eru margir og skarast hlutverk þeirra jafnvel, sem bendir til að þeir séu of margir. Annað sem bendir til þess er að umsýslukostnaður sumra þeirra er yfir 10% úthlutunarinnar, jafnvel yfir fjórðungur í tveimur tilvikum.

Hildur benti á að gera yrði betur og þó að sumir sjóðir væru eflaust mjög mikilvægir væru aðrir það ekki. „Verkefnið nú verður að vera að skoða hvernig við getum bætt sjóðaumhverfið með aukinni skilvirkni og einblínt á þau verkefni sem þurfa aðstoð til að vaxa og dafna samfélaginu til góðs,“ skrifaði Hildur.

En ætli einhver ráðherra líti svo á að þetta sé verkefni sem honum beri að sinna?