Enska knattspyrnusambandið hefur kært Virgil van Dijk fyrirliða Liverpool fyrir slæma hegðun eftir að hann fékk rautt spjald í leik við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Van Dijk var allt annað en sáttur við spjaldið sem hann fékk fyrir að fella Alexander Isak sóknarmann Newcastle

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Virgil van Dijk fyrirliða Liverpool fyrir slæma hegðun eftir að hann fékk rautt spjald í leik við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Van Dijk var allt annað en sáttur við spjaldið sem hann fékk fyrir að fella Alexander Isak sóknarmann Newcastle. Van Dijk tók sér lang­an tíma í að yf­ir­gefa völl­inn og mótmælti harðlega. Hann gæti átt fjögurra leikja bann yfir höfði sér og misst af öllum leikjum Liverpool í september.