Gleði Leikmenn Víkings fagna sætinu í efstu deild í Fossvoginum í gær. Bikarmeistararnir eru búnir að tryggja sér efsta sæti 1. deildarinnar.
Gleði Leikmenn Víkings fagna sætinu í efstu deild í Fossvoginum í gær. Bikarmeistararnir eru búnir að tryggja sér efsta sæti 1. deildarinnar. — Morgunblaðið/Eggert
Bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík tryggðu sér í gærkvöldi sæti í efstu deild kvenna í fótbolta með 4:2-heimasigri á Fylki. Ekkert lið getur náð Víkingi á toppi deildarinnar, þrátt fyrir að tvær umferðir séu enn eftir

Bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík tryggðu sér í gærkvöldi sæti í efstu deild kvenna í fótbolta með 4:2-heimasigri á Fylki. Ekkert lið getur náð Víkingi á toppi deildarinnar, þrátt fyrir að tvær umferðir séu enn eftir.

Fyrirliðinn Nadía Atladóttir kom Víkingi yfir á 17. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks. Eva Rut Ásþórsdóttir jafnaði á 56. mínútu, en aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Nadía sitt annað mark.

Linda Líf Boama breytti stöðunni í 3:1 á 71. mínútu, en Fylkir gafst ekki upp því Eva Rut bætti við sínu öðru marki á 76. mínútu. Sigdís Eva Bárðardóttir gulltryggði hins vegar tveggja marka Víkingssigur á 81. mínútu.

Víkingur er með 39 stig, sjö stigum á undan Fylki og HK og níu stigum á undan Gróttu. Munu þau berjast um að fylgja Víkingsliðinu upp í deild þeirra bestu í næstu tveimur umferðum.