— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hvalur 8 lagði frá bryggju í Reykjavíkurhöfn í gær en verkefni áhafnarinnar var að æfa skotfimi á Faxaflóa og undirbúa þannig væntanlegar hvalveiðar

Hvalur 8 lagði frá bryggju í Reykjavíkurhöfn í gær en verkefni áhafnarinnar var að æfa skotfimi á Faxaflóa og undirbúa þannig væntanlegar hvalveiðar. Ætlunin var að hefja leit að langreyði á miðunum suður, suðvestur og vestur af landinu en útséð er um það í bili vegna slæmrar veðurspár. Að óbreyttu verða hvalveiðar heimilaðar á ný þann 1. september nk., komi ekki til setningar nýrrar reglugerðar um bann við veiðunum, en gildandi reglugerð þar um rennur sitt skeið á enda 31. ágúst. Mögulegt er talið að matvælaráðherra gefi út reglugerð sem mælir nánar fyrir um veiðiaðferðir, en í skýrslu starfshóps ráðherra þar sem þau mál voru skoðuð kemur m.a. fram að unnt sé að bæta veiðiaðferðirnar og þar með „að fækka frávikum við veiðarnar“.