Tríó Hilmar Jensson, Olivier Manoury og Nicolas Moreaux á góðri stundu.
Tríó Hilmar Jensson, Olivier Manoury og Nicolas Moreaux á góðri stundu.
Olivier Manoury, Hilmar Jensson og Nicolas Moreaux koma fram á tónleikum í Hannesarholti annað kvöld kl. 20. „Á tónleikunum verða flutt verk sem eru flest sjaldheyrð á djasstónleikum en um leið er djassinn tónmálið sem tónlistarmennirnir þrír nota til að spila af fingrum fram

Olivier Manoury, Hilmar Jensson og Nicolas Moreaux koma fram á tónleikum í Hannesarholti annað kvöld kl. 20. „Á tónleikunum verða flutt verk sem eru flest sjaldheyrð á djasstónleikum en um leið er djassinn tónmálið sem tónlistarmennirnir þrír nota til að spila af fingrum fram.

Verkin eftir Olivier eru flest samin fyrir kvikmyndir en Nicolas kemur hér einnig fram sem tónskáld. Hilmar og Nicolas eru tengdari djassheiminum en Olivier frekar tangó og latnesk-amerískri tónlist. Þeir bjóða upp á ævintýraferð til ímyndaðra tónlistarlanda, stíllinn er ekki fyrirframákveðinn og stemning augnabliksins ræður ferðinni. Olivier er bandóneonleikari, tónskáld og útsetjari. Hann hefur spilað á Íslandi í meira en 40 ár, m.a. með hljómsveitinni Le Grand Tango. Hilmar er einn fremsti djassgítarleikari Íslands. Nicolas Moreau hefur verið eftirsóttur kontrabassaleikari í París í mörg ár,“ segir kynningu.