Ástsæl Elizabeth Debicki sem Díana.
Ástsæl Elizabeth Debicki sem Díana. — Skjáskot frá Netflix
Suzanne Mackie, framleiðslustjóri sjónvarpsþáttanna The Crown, hefur látið hafa eftir sér að dauði Díönu prinsessu verði útfærður með „smekklegum“ hætti í næstu seríu, sem er sú sjötta og jafnframt síðasta

Suzanne Mackie, framleiðslustjóri sjónvarpsþáttanna The Crown, hefur látið hafa eftir sér að dauði Díönu prinsessu verði útfærður með „smekklegum“ hætti í næstu seríu, sem er sú sjötta og jafnframt síðasta. Ráðgert er að síðasta serían verði frumsýnd síðar á árinu. Þar færist sögusviðið nær samtímanum og nær til andláts Díönu, en hún lést 36 ára að aldri eftir alvarlegt umferðarslys í París árið 1997.

Í samtali við Edinburgh TV Festival lagði Mackie áherslu á að þau sem kæmu að framleiðslunni væru „hugulsamt og tilfinninganæmt fólk“. Með hlutverk Díönu fer Elizabeth Debicki sem Mackie segir að sé „einstök leikkona. Hún er hugulsöm og dýrkaði Díönu. Við nálgumst því öll verkefnið af mikilli virðingu. Ég vona að það skili sér til áhorfenda.“