Lánshæfi <b id="docs-internal-guid-fa819495-7fff-0cb8-1141-38301cabfaa1" style="font-weight:normal;">Moody&acute;s segir í mati sínu að arðsemi bankans sé góð og stöðug. </b>
Lánshæfi Moody´s segir í mati sínu að arðsemi bankans sé góð og stöðug. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's Investor Services, Moody's, hefur veitt Íslandsbanka lánshæfismatseinkunnina A3, með stöðugum horfum. Einkunnin er sú hæsta meðal íslensku bankanna og endurspeglar sterka eiginfjárstöðu Íslandsbanka og góða og stöðuga arðsemi, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá bankanum. Jafnframt veitti Moody's Íslandsbanka A2 langtíma- og P-1 skammtímaeinkunnir fyrir innlán í erlendri og innlendri mynt.

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's Investor Services, Moody's, hefur veitt Íslandsbanka lánshæfismatseinkunnina A3, með stöðugum horfum. Einkunnin er sú hæsta meðal íslensku bankanna og endurspeglar sterka eiginfjárstöðu Íslandsbanka og góða og stöðuga arðsemi, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá bankanum. Jafnframt veitti Moody's Íslandsbanka A2 langtíma- og P-1 skammtímaeinkunnir fyrir innlán í erlendri og innlendri mynt.

Varfærin menning

Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við Morgunblaðið að Moody´s horfi mikið á fjárhagslegan styrkleika bankans og varfærna menningu í útlánum og markaðsáhættu. „Þeir horfa mikið til þess og einnig til þess stöðugleika sem ríkir á Íslandi og góðs árferðis í viðskiptalífinu almennt og hagkerfinu sömuleiðis. Það eru mjög jákvæðir þættir,“ segir Jón Guðni.

Í mati sínu nefnir Moody´s einnig að lánshæfiseinkunnin endurspegli sterka fjármögnun bankans ásamt góðri arðsemi og lágu og lækkandi hlutfalli vanskilalána sem endurspeglar hagfellt efnahagsumhverfi á Íslandi og fullnægjandi lausafjárstöðu.

Jón Guðni segir aðspurður að hin nýja einkunn hafi vonandi jákvæð áhrif á fjármögnunarkjör Íslandsbanka. „Það eru þá mögulega fleiri fjárfestar erlendis sem geta keypt skuldabréf af bankanum. Það hefur vonandi einhver áhrif á kjörin, sem endurspeglast þá í framhaldi í kjörum til viðskiptavina bankans,“ bætir Jón Guðni við.

Moody's bendir enn fremur á að takmarkað umfang fjárfestingarbankastarfsemi og miðlunar hjá Íslandsbanka skili sér í meiri stöðugleika í afkomu bankans en hjá samanburðarbönkum. Moody´s segir í mati sínu að arðsemi bankans sé góð og stöðug. Nettó vaxtatekjur séu meginstoðin í arðsemi bankans, og standi fyrir 75% tekna, en þóknanatekjur skili því sem eftir standi, eða 25% teknanna. Það endurspegli sterka stöðu bankans í eignastýringu. Þá segir Moody´s meðal annars að hækkandi vextir á markaði og sterkur útlánavöxtur hafi haft góð áhrif á arðsemi.

Stoltur af traustinu

Jón Guðni segir að Íslandsbanki sé stoltur af því trausti sem Moody's hefur á bankanum, stefnu hans og sterkum efnahagsreikningi. „Við erum ánægð með útkomuna, sérstaklega þar sem hún er aðeins einu þrepi (e. notch) frá lánshæfi íslenska ríkisins. Þetta er skýr viðurkenning á þrotlausri vinnu og staðfestu starfsfólks bankans,“ segir Jón.

Aðspurður segir hann að fréttirnar séu einnig jákvæðar í ljósi alls þess sem á undan er gengið, og óróa síðustu vikna og mánaða, en fyrr í sumar var birt svört skýrsla fjármálaeftirlitsins um útboð á hlutabréfum bankans vorið 2022 þar sem bankinn var sakaður um fjölda alvarlegra brota. Í kjölfarið sagði Birna Einarsdóttir af sér sem bankastjóri og Jón Guðni tók við.

„Þetta er líka mjög gott fyrir landið í heild sinni. Ríkið er nýbúið að fá þessa jákvæðu breytingu hjá sér og almennt hafa lánshæfismöt þróast á jákvæðan hátt undanfarið,“ segir Jón Guðni Ómarsson að lokum.

Útlán

Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér sögu sem nær aftur til ársins 1875.

Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu.

Íslandsbanki hefur öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning.

Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings.