Dagur B. borgarstjóri
Dagur B. borgarstjóri
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fjármálaráðherra talaði tæpitungulaust og sagði að fjármál höfuðborgarinnar „væru í rusli“. Því miður er það hverju orði sannara.

Fjármálaráðherra talaði tæpitungulaust og sagði að fjármál höfuðborgarinnar „væru í rusli“. Því miður er það hverju orði sannara.

Það sýnir sig að borgin er nú ófær um að sækja sér lán, enda eru kjörin sem henni bjóðast orðin mjög óhagstæð, sem segir sig sjálft, þegar staðan er tæp.

Þokukenndar hugmyndir um nýtt strætisvagnakerfi, sem upphafið er kallað „borgarlína“, virðist því miður verðskulda sömu niðurstöðu og fjárhagur borgarinnar í heild.

Dagur borgarstjóri hefur aldrei getað útskýrt út á hvað þeir draumórar ganga. Honum tókst þó um hríð að véla sveitarfélögin í nágrenninu til að hoppa inn á hugmyndina, svo óljós sem hún var. Og gott er ef ekki tókst um hríð að beita sama óljósa talinu til þess að ríkisvaldið hefði látið jákvæð orð falla um meinlokuna.

Sem betur fer hafa sveitarfélögin loks áttað sig á að ekki væri heil brú í furðutalinu og ríkisvaldið hefur einnig séð ljósið.

Dagur B., sem átti að fá að vera borgarstjóri í hálft kjörtímabil, virðist hafa náð að plata „mann breytinganna“ til að láta sig fá hálft ár til viðbótar, svo sá hefur nú ekki nema 18 mánuði í allar breytingarnar!