Önundarfjörður Flateyri er helsti þéttbýliskjarninn í firðinum.
Önundarfjörður Flateyri er helsti þéttbýliskjarninn í firðinum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi í vikunni að heimila vinnu við deiliskipulag í landi Þórustaða í Önundarfirði en áform eru um að bjóða þar upp á sjóböð. Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði þetta til ásamt því að heimila samhliða breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi í vikunni að heimila vinnu við deiliskipulag í landi Þórustaða í Önundarfirði en áform eru um að bjóða þar upp á sjóböð. Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði þetta til ásamt því að heimila samhliða breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Bæjarráðið fer með fullnaðarákvörðun mála meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir.

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að leigusamningur hefði verið gerður við eigendur Þórustaða innst í Önundarfirði um land undir sjóböð á Hvítasandi. Leigutaki og fram­kvæmd­araðili er fé­lagið Blævang­ur ehf. en meðal sam­starfsaðila eru EFLA, Vest­fjarðastofa og Upp­bygg­ing­ar­sjóður Flat­eyr­ar. Böðin munu nýta varma­orku úr sjó til að hita laug, potta og sturt­ur og verða staðsett í gam­alli sand­námu niðri við hvíta skeljasandsströnd ná­lægt Holts­bryggju samkvæmt tilkynningu frá þessum samstarfsaðilum.

Skipulags- og matslýsing frá Eflu verkfræðistofu var lögð fyrir bæjarráðið en þar kemur fram að unnið sé að undirbúningi baðstaðar í Holtsfjöru og í dag sé hvítur sandur fjörunnar vinsæll til útivistar. Áætlað er að nýta núverandi aðkomuveg að Holtsbryggju sem aðkomu að baðstaðnum og nýta gömlu malbikuðu flugbrautina fyrir aðkomu og bílastæði. Núverandi vegarslóði frá flugbrautarenda niður í gamla sandnámu í Holtsfjöru verði nýttur sem aðkoma gesta frá bílastæðinu að böðunum. Sjálf böðin eru áformuð í sandnámunni sem er í fjörunni.

Höf.: Kristján Jónsson