Samkomulag hefur náðst á milli Sýnar annars vegar og 365 hf., Ingibjargar Pálmadóttur og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hins vegar, um að ljúka ágreiningi aðila með sátt og niðurfellingu dómsmáls. Sýn höfðaði mál gegn 365, Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri,…

Samkomulag hefur náðst á milli Sýnar annars vegar og 365 hf., Ingibjargar Pálmadóttur og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hins vegar, um að ljúka ágreiningi aðila með sátt og niðurfellingu dómsmáls. Sýn höfðaði mál gegn 365, Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri, vegna meintra brota á samkeppnisákvæði eftir að Sýn keypti rekstur Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis af þeim árið 2017.

Þau voru sýknuð í héraði en málinu skotið til Landsréttar. Í árshlutauppgjöri Sýnar kemur fram að náðst hafi sátt um lyktir málsins og það því fellt niður fyrir Landsrétti. Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, vildi í skriflegu svari til Morgunblaðsins ekki gefa upp efnisatriði samkomulagsins. „Aðilar náðu ásættanlegu samkomulagi en efni samkomulagsins er trúnaðarmál, segir Yngvi.