Eyrún Ósk Jónsdóttir
Eyrún Ósk Jónsdóttir
Fjölbreytt dagskrá verður í boði á Bókasafni Reykjanesbæjar á Ljósanótt í ár. Í dag kl. 17 verður ljóðagjörningur þar sem Eyrún Ósk Jónsdóttir flytur ljóð úr ljóðabók sinni Í svartnættinu miðju skín ljós við trommuundirleik Akeems Richards sem spilar á afrískar trommur

Fjölbreytt dagskrá verður í boði á Bókasafni Reykjanesbæjar á Ljósanótt í ár. Í dag kl. 17 verður ljóðagjörningur þar sem Eyrún Ósk Jónsdóttir flytur ljóð úr ljóðabók sinni Í svartnættinu miðju skín ljós við trommuundirleik Akeems Richards sem spilar á afrískar trommur. Sama dag kl. 17.30 er opnuð sýningin Horfin hús – Horfinn heimur í Átthagastofu Bókasafnsins. „Á sýningunni má finna ljósmyndir af gömlum húsum og mannlífi á slóðum þar sem Bókasafnið er til húsa í dag, heimur sem er ýmist horfinn eða á hröðu undanhaldi nýrra tíma,“ segir í kynningu. Á morgun kl. 16 verður tilkynnt um vinningshafa í ljóðasamkeppni á Suðurnesjum 2023. Í beinu framhaldi, kl. 16.30-17.30 stígur á svið djassbandið Þríó, sem Jón Böðvarsson á saxófón, Karl Snorri Einarsson á bassa og Sigurður Baldvin Ólafsson á gítar skipa. Aðgangur er ókeypis.