Rússneski norðurflotinn hélt í gær áfram flotaæfingu sinni í Barentshafi, sem hófst á mánudaginn, en hún fól meðal annars í sér að æfð voru eldflaugaskot á hafi úti

Rússneski norðurflotinn hélt í gær áfram flotaæfingu sinni í Barentshafi, sem hófst á mánudaginn, en hún fól meðal annars í sér að æfð voru eldflaugaskot á hafi úti. Fjöldi herskipa og kafbáta tekur þátt í æfingunni, sem á meðal annars að æfa varnir gegn því að kafbátar óvinaríkja sæki að rússneskum eldflaugakafbáfum í Barentshafi.

Æfingasvæðið nær inn fyrir 200 mílna efnahagslögsögu Noregs og lét rússneska varnarmálaráðuneytið norsk stjórnvöld ekki vita af því fyrir fram. Alþjóðlegur hafréttur heimilar Rússum hins vegar að stunda heræfingar innan efnahagslögsögunnar.