Brighton María Þórisdóttir er orðin leikmaður Brighton.
Brighton María Þórisdóttir er orðin leikmaður Brighton. — Ljósmynd/Brighton
Hin hálf­ís­lenska María Þóris­dótt­ir hefur skipt úr Manchester United og í Brighton, en bæði lið leika í ensku úrvalsdeildinni. María hefur leikið á Englandi frá árinu 2017, fyrst með Chelsea og síðan Manchester United frá árinu 2021

Hin hálf­ís­lenska María Þóris­dótt­ir hefur skipt úr Manchester United og í Brighton, en bæði lið leika í ensku úrvalsdeildinni. María hefur leikið á Englandi frá árinu 2017, fyrst með Chelsea og síðan Manchester United frá árinu 2021. Hún vann ensku deildina tvisvar með Chelsea og enska bikarinn einu sinni. Hún hefur alla tíð spilað fyrir norsku landsliðin en faðir hennar er Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.