Ali Bongo Ondimba
Ali Bongo Ondimba
Herforingjar rændu í gær völdum í Afríkuríkinu Gabon og hnepptu forseta landsins, Ali Bongo Ondimba, í stofufangelsi. Bongo var nýverið lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga en fjölskylda hans hefur farið með öll völd í landinu um 55 ára skeið

Herforingjar rændu í gær völdum í Afríkuríkinu Gabon og hnepptu forseta landsins, Ali Bongo Ondimba, í stofufangelsi.

Bongo var nýverið lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga en fjölskylda hans hefur farið með öll völd í landinu um 55 ára skeið.

Afríkusambandið og Samein­uðu þjóðirnar fordæmdu valda­ránið í gær, auk þess sem öll helstu stórveldi heimsins lýstu yfir áhyggjum sínum af ástandinu í landinu.