— AFP/Chandan Khanna
Fellibylurinn Ídalía tók land við bæinn Keaton Beach í norðvesturhluta Flórída-ríkis í gær og sagði Fellibyljastofnun Bandaríkjanna, NHC, að hámarksvindhraði hans hefði verið um 215 km/klst þegar hann gekk á land

Fellibylurinn Ídalía tók land við bæinn Keaton Beach í norðvesturhluta Flórída-ríkis í gær og sagði Fellibyljastofnun Bandaríkjanna, NHC, að hámarksvindhraði hans hefði verið um 215 km/klst þegar hann gekk á land.

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hvatti íbúa í 23 sýslum ríkisins til að yfirgefa heimili sín og leita sér skjóls utan hættusvæðisins, þar sem Ídalía stefndi í að verða versti fellibylur í sögu ríkisins í rúma öld. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar heimilað alríkinu að aðstoða Flórída.