Till Lindemann
Till Lindemann
Rannsókn á ásökunum í garð Tills Lindemanns, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, þess efnis að hann hafi beitt konur kynferðisofbeldi, hefur verið hætt. Þetta hefur fréttaveitan AFP eftir talsmanni saksóknara í Þýskalandi

Rannsókn á ásökunum í garð Tills Lindemanns, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, þess efnis að hann hafi beitt konur kynferðisofbeldi, hefur verið hætt. Þetta hefur fréttaveitan AFP eftir talsmanni saksóknara í Þýskalandi. Í júní hófst rannsókn á Lindemann eftir að nokkrar konur sökuðu hann um lyfjabyrlun og kynferðislegt ofbeldi í tengslum við tónleika sveitarinnar.

AFP greinir frá því að ekki hafi verið hægt að færa sönnur á ásakanirnar og þar sem sönnunargögn vantaði verði engin ákæra lögð fram. Lindemann hefur ávallt neitað allri sök. Þýska lögfræðistofan Schetz Bergmann, sem sér um mál Lindemanns, fagnaði niðurstöðunni og upplýsti samtímis að gripið yrði til réttaraðgerða gegn „röngum ásökunum“ á hendur Lindemann.