Gift Í blíðu og stríðu.
Gift Í blíðu og stríðu. — Morgunblaðið/Golli
Stundum þegar undirrituð flakkar á milli sjónvarpsstöðva dettur hún inn í þætti sem nefnast Gift við fyrstu sýn. Slíkir raunveruleikaþættir hafa verið sérstaklega vinsælir í Bandaríkjunum þar sem framleiddir hafa verið fjölmargar seríur sem framleiðendur í öðrum löndum, t.d

Silja Björk Huldudóttir

Stundum þegar undirrituð flakkar á milli sjónvarpsstöðva dettur hún inn í þætti sem nefnast Gift við fyrstu sýn. Slíkir raunveruleikaþættir hafa verið sérstaklega vinsælir í Bandaríkjunum þar sem framleiddir hafa verið fjölmargar seríur sem framleiðendur í öðrum löndum, t.d. Danmörku og Svíþjóð, hafa tekið sér til fyrirmyndar í sinni dagskrárgerð.

Í þáttunum hafa ýmsir sérfræðingar parað saman ókunnugt fólk sem gengst inn á það að giftast við fyrstu sýn og lifa sem hjón í tiltekinn tíma. Undir lok seríunnar taka hjónakornin svo ákvörðun um það hvort þau vilji slíta samvistum eða halda áfram að vera gift.

Fyrr í sumar gagnrýndi sænski sálfræðingurinn Jenny Jägerfeld sænska útgáfu þessara þátta harðlega. Hún dró í efa að sérfræðingar þáttanna væru í reynd að vinna með hag þátttakenda að leiðarljósi heldur fremur að hugsa um að búa til vinsælt sjónvarpsefni sem gæti seint talist siðferðislega rétt gagnvart þátttakendum. Samtímis benti Jägerfeld á að það væri ákveðin skekkja fólgin í pörunaraðferðinni. Í því ferli væri m.a. horft til menntunar, þjóðfélagsstöðu, gilda og lundarfars. Það er hins vegar ekki til nein formúla um það hvað stjórnar hrifningu fólks, þ.e. hvers vegna við hrífumst af sumum og ekki öðrum. Af þeim sökum hentar grunnhugmynd þáttanna afar illa til að hjálpa fólki í ástarleit.

Höf.: Silja Björk Huldudóttir