Grensás Fulltrúar Húsgagnahallarinnar með einn af hægindastólunum.
Grensás Fulltrúar Húsgagnahallarinnar með einn af hægindastólunum. — Ljósmynd/Landspítalinn
Fulltrúar frá Húsgagnahöllinni komu nýverið færandi hendi til Landspítalans með 20 hægindastóla af gerðinni La-Z-boy. Tilefnið var að 40 ár eru liðin frá því að sala þessara stóla hófst hér á landi. Í tilkynningu frá Landspítala segir m.a

Fulltrúar frá Húsgagnahöllinni komu nýverið færandi hendi til Landspítalans með 20 hægindastóla af gerðinni La-Z-boy.

Tilefnið var að 40 ár eru liðin frá því að sala þessara stóla hófst hér á landi.

Í tilkynningu frá Landspítala segir m.a. að stólarnir séu notaðir víða í byggingum spítalans og hafi gagnast vel. Húsgagnahöllin hefur áður gefið stóla, en árið 2015, á 50 ára afmæli verslunarinnar, fékk fæðingarvakt Landspítala níu stóla.

Stólarnir 20 dreifðust þannig að sex fóru á Grensásdeild, fimm á Landakot, fjórir á dagdeild skurðlækninga á Hringbraut, tveir á geðdeild Hringbraut, tveir á Klepp og einn á líknardeildina í Kópavogi.