Ísinn horfinn Snjórinn í skarðinu var horfinn um áttaleytið sl. þriðjudagskvöld. Hann hvarf vísast um helgina.
Ísinn horfinn Snjórinn í skarðinu var horfinn um áttaleytið sl. þriðjudagskvöld. Hann hvarf vísast um helgina. — Morgunblaðið/Baldur
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni var horfinn þegar Morgunblaðið kannaði aðstæður í fyrrakvöld. Komið var að skarðinu klukkan átta um kvöldið og var myndin hér til hliðar tekin nokkrum mínútum síðar, sem og myndin lengst til hægri hér fyrir ofan

Sviðsljós

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni var horfinn þegar Morgunblaðið kannaði aðstæður í fyrrakvöld. Komið var að skarðinu klukkan átta um kvöldið og var myndin hér til hliðar tekin nokkrum mínútum síðar, sem og myndin lengst til hægri hér fyrir ofan.

Eins og myndinar sýna hefur leysingavatn myndað farvegi og borið með sér grjót og jarðveg niður hlíðina. Skaflinn, sem er raunar þéttur ís undir það síðasta, situr í dæld hægra megin eins og stóra myndin hér til hægri sýnir.

Myndin lengst til vinstri hér fyrir ofan var tekin síðdegis sunnudaginn 13. ágúst. Þá hafði skaflinn klofnað í tvennt. Sá sem var hægra megin er hér sýndur á myndinni en hann var byrjaður að klofna í minni hluta.

Myndin í miðjunni hér fyrir ofan var svo tekin síðastliðið föstudagskvöld klukkan 19.45. Þá voru á að giska tveir fermetrar eftir af skaflinum. Mikil rigning var á laugardeginum og kann skaflinn þá að hafa horfið. Það er hins vegar ekki hægt að sjá nema með því að kanna málið. Það dugar enda ekki að taka ljósmynd úr fjarlægð til að skera úr um þetta.

Haustið að koma

Síðastliðinn þriðjudag var sólríkt og bjart fram undir kvöld en dimmt verður um tíuleytið. Um stundarfjórðungi eftir að myndirnar hér voru teknar á þriðjudagskvöld læddist þoka yfir skarðið. Það varð næstum andkalt og allt í einu virtist sumarið á undanhaldi eftir marga góða daga síðustu vikur.

Blaðamaður mætti þremur göngumönnum á leiðinni að skarðinu og var umræðuefnið auðvitað hvort ísinn væri horfinn.