Laugavegur 166 Fimm hæða bygging sem setur mikinn svip á umhverfið.
Laugavegur 166 Fimm hæða bygging sem setur mikinn svip á umhverfið. — Morgunblaðið/sisi
Skatturinn hefur lokað afgreiðslu sinni á Laugavegi 166 enda hafa staðið yfir flutningar í nýtt húsnæði í Katrínartúni 6. Ríkið er eigandi fasteignarinnar Laugavegar 166. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við húsið

Skatturinn hefur lokað afgreiðslu sinni á Laugavegi 166 enda hafa staðið yfir flutningar í nýtt húsnæði í Katrínartúni 6.

Ríkið er eigandi fasteignarinnar Laugavegar 166. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við húsið. Það er til skoðunar hjá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum upplýsir talsmaður hennar.

Laugavegur 166, áður nefnt Víðishúsið, var byggt árið 1952. Þar var Trésmiðjan Víðir til húsa, bæði verkstæði og verslun. Víðir fjöldaframleiddi húsgögn og var stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Eigandi og forstjóri var Guðmundur Guðmundsson. Víðir hætti starfsemi árið 1983 og nokkru síðar eignaðist ríkið húsið. Laugavegur 166 er fimm hæða hús, 5.845 fermetrar að stærð með bílakjallara, sem byggður var 2003. Fasteignamat hússins er 1.757 milljónir kr.
sisi@mbl.is