Á sýningunni Myndlistin okkar, sem var opnuð í Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum á Menningarnótt, er kubbur þar sem settar verða upp smásýningar undir heitinu Myndlistin þeirra. Þar býður safnið samstarfsaðilum sínum og fastagestum gegnum árin að velja saman verk úr safneign eftir eigin höfði

Á sýningunni Myndlistin okkar, sem var opnuð í Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum á Menningarnótt, er kubbur þar sem settar verða upp smásýningar undir heitinu Myndlistin þeirra. Þar býður safnið samstarfsaðilum sínum og fastagestum gegnum árin að velja saman verk úr safneign eftir eigin höfði. Marentza Poulsen og samstarfsfólk hennar á Klömbrum Bistro á Kjarvalsstöðum hefur valið listaverk í kubbinn og verður Marentza með leiðsögn um sýninguna í kvöld kl. 20. Smásýningarnar standa aðeins rúma viku í senn og dreifast jafnt yfir sýningartímabilið. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga vikunnar frá 10-17, en síðasta fimmtudag mánaðarins er opið til 22.