Norður ♠ Á843 ♥ 10 ♦ ÁG53 ♣ KG95 Vestur ♠ 976 ♥ D4 ♦ 1084 ♣ 108743 Austur ♠ KG102 ♥ 83 ♦ KD76 ♣ ÁD2 Suður ♠ D5 ♥ ÁKG97652 ♦ 92 ♣ 6 Suður spilar 4♥

Norður

♠ Á843

♥ 10

♦ ÁG53

♣ KG95

Vestur

♠ 976

♥ D4

♦ 1084

♣ 108743

Austur

♠ KG102

♥ 83

♦ KD76

♣ ÁD2

Suður

♠ D5

♥ ÁKG97652

♦ 92

♣ 6

Suður spilar 4♥.

Gölturinn lagði á borðið spil úr átta-liða úrslitum HM: „Austur telur upp í 15 punkta og opnar á grandi, hvort sem það er 15-17 punkta afbrigðið eða einhver veikari gerð. Á meðan telur suður hjörtun sín á fingrum beggja handa og kemst að því að þau eru átta. Ekki spurning, hugsar hann, og stekkur í 4♥.“

„Hugsar HANN!“ Óskar ugla gat ekki stillt sig: „Er þetta ekki svolítill kynjahalli?

„Alls ekki,“ svaraði Gölturinn að bragði: „Þar sem HÚN var í suður kom pass.“

Sú HÚN sem Gölturinn vísar til er Janice-Seamon Molson, makker Hjördísar Eyþórsdóttur í bandaríska kvennaliðinu. Þær uppskáru 250 í vörninni í einu grandi, sem var smá uppbót fyrir 420 sem flestir aðrir tóku fyrir að vinna 4♥. Þó ekki Svisslendingurinn Pierre Zimmermann. Hann fékk út spaða gegn 4♥, drap á ás og svínaði hjartagosa. Tapað spil.