Íslandsbanki spáir því að verðbólga hjaðni hratt í kringum áramót.
Íslandsbanki spáir því að verðbólga hjaðni hratt í kringum áramót.
Greining Íslandsbanka spáði því að ársverðbólga myndi hjaðna úr 7,6% í 7,2% í ágúst, en ekki rættist betur úr spá bankans en svo að ársverðbólga hækkaði í 7,7% samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands sem birt var í gær

Greining Íslandsbanka spáði því að ársverðbólga myndi hjaðna úr 7,6% í 7,2% í ágúst, en ekki rættist betur úr spá bankans en svo að ársverðbólga hækkaði í 7,7% samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands sem birt var í gær.

„Það helsta sem skilur á milli mælingar Hagstofunnar og okkar spár eru útsölulok á húsgögnum og heimilisbúnaði. Liðurinn hækkaði í mánuðinum en við gerðum ráð fyrir áframhaldandi útsölum í ágústmánuði,“ segir Greining Íslandsbanka vegna hækkunarinnar.

Bankinn hefur fyrir vikið lækkað bráðabirgðaspá sína fyrir september úr 0,4% hækkun vísitölunnar milli mánaða, í 0,2%, enda áhrif útsöluloka nú þegar komin fram. Þá gerir bankinn ráð fyrir að ársverðbólga verði 7,4% í nóvember í stað 7,1% en hún taki svo að hjaðna hratt í kringum áramót.