Ópera Ólafur Kjartan í hlutverki Melots á Bayreuth-hátíðinni fyrr í sumar.
Ópera Ólafur Kjartan í hlutverki Melots á Bayreuth-hátíðinni fyrr í sumar. — Ljósmynd/Enrico Nawrath
Óperusöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk Kurwenals í óperunni Tristan og Ísold á Bayreuth-hátíðinni í Þýskalandi á næsta ári, að því er fram kemur á vef hátíðarinnar

Óperusöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk Kurwenals í óperunni Tristan og Ísold á Bayreuth-hátíðinni í Þýskalandi á næsta ári, að því er fram kemur á vef hátíðarinnar. Fyrr í sumar var tilkynnt að Þorleifur Örn Arnarsson muni leikstýra óperunni og því ljóst að Íslendingarnir tveir munu vinna saman að uppsetningunni.

„Ég ætla ekki að leyna því að þegar fréttirnar bárust um að Þorleifur Örn ætti að fara að leikstýra á Bayreuth þá hoppaði ég nú nánast hæð mína,“ sagði Ólafur Kjartan í samtali við Morgunblaðið í byrjun mánaðarins.

Hann söng einnig í Tristan og Ísold á hátíðinni í sumar en þar fór hann með hlutverk Melots.