Tvenna KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson fagnar öðru marka sinna gegn FH-ingum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirðinum í gærkvöldi.
Tvenna KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson fagnar öðru marka sinna gegn FH-ingum á Kaplakrikavelli í Hafnarfirðinum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Eggert
KA gerði afar góða ferð í Kaplakrikann í gær og vann 3:0-útisigur á FH í Bestu deild karla í fótbolta. Var leikurinn hluti af 14

KA gerði afar góða ferð í Kaplakrikann í gær og vann 3:0-útisigur á FH í Bestu deild karla í fótbolta. Var leikurinn hluti af 14. umferð, sem var leikin í síðasta mánuði, en honum var frestað vegna þátttöku KA í Sambandsdeild Evrópu.

Færeyringurinn Jóan Símun Edmundsson kom KA á bragðið með marki á 30. mínútu og Elvar Árni Aðalsteinsson bætti við mörkum á 45. og 55. mínútu og tryggði Akureyringum sigurinn.

Með sigrinum fór KA upp í sjöunda sæti og 28 stig. Er KA-liðið nú þremur stigum á eftir Stjörnunni, FH og KR, sem eru í fjórða til sjötta sæti. Stjarnan er hins vegar með miklu betri markatölu en hin liðin.

Getur KA með sigri í næstu umferð, sem er sú síðasta áður en deildinni verður skipt, farið upp fyrir KR og/eða FH og tryggt sér sæti í efri hlutanum. FH nægir jafntefli gegn Breiðabliki til að tryggja sér sæti í efri hlutanum.