Mosfellsbær Bæjarlistamenn í Gildrunni ásamt fulltrúum Mosfellsbæjar.
Mosfellsbær Bæjarlistamenn í Gildrunni ásamt fulltrúum Mosfellsbæjar. — Ljósmynd/Mosfellsbær
Hljómsveitarmeðlimir Gildrunnar hafa verið útnefndir bæjarlistamenn Mosfellsbæjar árið 2023. Þetta var tilkynnt í lok bæjarhátíðarinnar Í túninu heima um liðna helgi. Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar sér um val á bæjarlistamanni ár hvert og …

Hljómsveitarmeðlimir Gildrunnar hafa verið útnefndir bæjarlistamenn Mosfellsbæjar árið 2023. Þetta var tilkynnt í lok bæjarhátíðarinnar Í túninu heima um liðna helgi.

Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar sér um val á bæjarlistamanni ár hvert og afhenti Hrafnhildur Gísladóttir formaður nefndarinnar hljómsveitinni verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni.

Hljómsveitin Gildran var stofnuð 1985 í Mosfellsbæ og samanstendur að stórum hluta af einstaklingum sem hófu tónlistarferil sinn sem unglingar í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar og hefur átt því sem næst órofa feril síðan þá. Gildran starfaði í áratugi í Mosfellsbæ og hefur gefið út sjö plötur. Fernir tónleikar með hljómsveitinni eru ráðgerðir í Hlégarði í haust.