Gúrú Master Hilarion í líkama Snorra.
Gúrú Master Hilarion í líkama Snorra.
Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Byggðasafni Reykjanesbæjar og Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum í dag kl. 18. Ýmsir fleiri menningarviðburðir verða í boði á næstu dögum í tengslum við Ljósanótt

Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Byggðasafni Reykjanesbæjar og Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum í dag kl. 18. Ýmsir fleiri menningarviðburðir verða í boði á næstu dögum í tengslum við Ljósanótt. Eins manns rusl er annars gull nefnist sýning þar sem sjá má smáhluti sem voru fjöldaframleiddir á árum áður en eru margir fágætir nú á dögum. „Stór hluti endaði í ruslinu en til eru þeir sem einsettu sér að safna slíkum hlutum með það markmið að eignast sem flesta og af ólíkum gerðum,“ segir í kynningu. Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, verður með leiðsögn um sýninguna á sunnudag kl. 13.30. Endurlit nefnist sýning sem Linda Steinþórsdóttir sýnir í Bíósal Duus Safnahúsa. Á morgun, föstudag, milli kl. 17.30 og 18.10 tekur Master Hilarion, í líkama Snorra Ásmundssonar, á móti fólki í Listasafni Reykjanesbæjar. Á sunnudag kl. 13 taka Snorri og Helga Þórsdóttir safnstjóri á móti gestum í listamanna- og sýningarstjóraspjall um sýningu Snorra í Listasafni Reykjanesbæjar sem nefnist Boðflenna. Sama dag kl. 14 verður heimildarmyndin XXXreyri sýnd í Bíósal Duus Safnahúsa.