Vestfirðir Óbyggðanefnd kvað í gær upp úrskurði í þjóðlendumálum í Ísafjarðarsýslum. Er umfjöllun um 95% af meginlandinu nú lokið.
Vestfirðir Óbyggðanefnd kvað í gær upp úrskurði í þjóðlendumálum í Ísafjarðarsýslum. Er umfjöllun um 95% af meginlandinu nú lokið. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Óbyggðanefnd samþykkti í gær að hlutar af níu þeirra svæða í Ísafjarðarsýslum, sem íslenska ríkið gerði kröfu til, væru þjóðlendur. Öðrum kröfum ríkisins var hafnað. Þau svæði sem eru þjóðlendur eru: Hestfjarðaralmenningur, Skötufjarðaralmenningur,…

Óbyggðanefnd samþykkti í gær að hlutar af níu þeirra svæða í Ísafjarðarsýslum, sem íslenska ríkið gerði kröfu til, væru þjóðlendur. Öðrum kröfum ríkisins var hafnað.

Þau svæði sem eru þjóðlendur eru: Hestfjarðaralmenningur, Skötufjarðaralmenningur, Almenningur í Ísafirði, sá hluti Drangajökuls sem er innan Ísafjarðarsýslna, Grænahlíð við Ísafjarðardjúp, Almenningar vestari á Hornströndum, Hælavíkurbjarg á Hornströndum, Hornbjarg á Hornströndum og hluti Almenninga eystri á Austurströndum. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær en kröfur fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkisins um þjóðlendur í Ísafjarðarsýslum tóku til alls 45 skilgreindra svæða. Á móti bárust 159 kröfulýsingar landeigenda vegna um 190 jarða eða svæða. Hefur óbyggðanefnd nú lokið umfjöllun um fimmtán af sautján svæðum og 95% af meginlandinu.