Fjárfestingar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis, hefur skuldbundið sig til að starfa hjá félaginu í a.m.k. tvö ár.
Fjárfestingar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis, hefur skuldbundið sig til að starfa hjá félaginu í a.m.k. tvö ár.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis, mun fjárfesta í danska lækningavörufyrirtækinu Coloplast fyrir um 670 milljónir króna í hlutafjárútboði félagsins sem fer nú fram. Coloplast, sem fyrr í sumar festi kaup á Kerecis á um…

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis, mun fjárfesta í danska lækningavörufyrirtækinu Coloplast fyrir um 670 milljónir króna í hlutafjárútboði félagsins sem fer nú fram.

Coloplast, sem fyrr í sumar festi kaup á Kerecis á um 180 milljarða króna, hefur efnt til hlutafjárútboðs til að fjármagna kaupin. Í tilkynningu til dönsku kauphallarinnar í gær er tilkynnt nánar um útboðið, en þar kemur fram að Guðmundur Fertram muni, í gegnum eignarhaldsfélag sitt FnF ehf., fjárfesta í félaginu fyrir um 35 milljónir danskra króna (um 670 milljónir ísl.kr. á núverandi gengi).

Um er að ræða lokað útboð sem beint er að fagfjárfestum. Fram kemur að stærstu eigendur Coloplast muni einnig taka þátt og fjárfesta fyrir um 860 milljónir danskra króna (um 16,4 milljarða ísl.kr.). Til stendur að sækja um níu milljarða danskra króna í útboðinu (um 172 milljarða ísl.kr.) með útboðinu.

Alls verða um 8,2 milljarðar danskra króna (um 157 milljarðar ísl.kr.) greiddir út til hluthafa Kereics í dag. Af þeirri upphæð má áætla að Guðmundur Fertram, eða öllu heldur félög í hans eigu, fái um 17 milljarða íslenskra króna.