Jesse Leach, söngvari Killswitch Engage.
Jesse Leach, söngvari Killswitch Engage. — AFP/Ethan Miller
Slys Liðsmenn bandaríska málmbandsins Killswitch Engage sluppu allir ómeiddir þegar túrrúta þeirra ók á elg á þjóðveginum í Svíþjóð á dögunum. Bandið var á leið á tónlistarhátíð í Rättvik. Bílstjórinn varð fyrir lítils háttar hnjaski en framrúðan mölbrotnaði

Slys Liðsmenn bandaríska málmbandsins Killswitch Engage sluppu allir ómeiddir þegar túrrúta þeirra ók á elg á þjóðveginum í Svíþjóð á dögunum. Bandið var á leið á tónlistarhátíð í Rättvik. Bílstjórinn varð fyrir lítils háttar hnjaski en framrúðan mölbrotnaði. „Maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér; ekki taka neinu sem gefnu,“ sagði söngvari bandsins, Jesse Leach, á samfélagsmiðlum. „Ég er aldrei með ótta í farteskinu þegar ég ferðast enda gerir það ekkert gagn en mér brá við þetta, ekki vegna eigin öryggis heldur vegna tilhugsunarinnar um að missa einhvern mér nákominn,“ bætti hann við. Elgurinn drapst.