Ein myndanna á sýningunni.
Ein myndanna á sýningunni.
Oddrún Pétursdóttir opnar sýningu á myndverkum með blandaðri tækni í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16, í dag milli kl. 15 og 17. „Oddrún vinnur yfirleitt með hreina liti og formin eru frekar einföld. Hún lætur listaverkið ráða för og reynir að stýra ekki flæðinu of mikið

Oddrún Pétursdóttir opnar sýningu á myndverkum með blandaðri tækni í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16, í dag milli kl. 15 og 17. „Oddrún vinnur yfirleitt með hreina liti og formin eru frekar einföld. Hún lætur listaverkið ráða för og reynir að stýra ekki flæðinu of mikið. Útkoman er oft spennandi og skemmtileg,“ segir í viðburðarkynningu. Sýningin, sem stendur til 22. september, er opin virka daga kl. 12-16 og laugardaga kl. 13-16.